Fótbolti

Guð­rún og stöllur náðu að­eins í stig í fyrsta leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún í leik gegn Barcelona í desember síðastliðnum.
Guðrún í leik gegn Barcelona í desember síðastliðnum. Eric Alonso/Getty Images

Svíþjóðarmeistarar Rosengård gerðu aðeins jafntefli við Piteå þegar nýtt tímabil sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hófst. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta Rosengård.

Aðeins fór einn leikur fram í dag en segja má að deildin fari almennilega af stað á sunnudag þegar fimm leikir fara fram. 

Að leik kvöldsins, meistararnir voru betri aðilinn í dag og komust yfir snemma í síðari hálfleik þegar Loreta Kullashi kom knettinum í netið. Þrátt fyrir töluverða yfirburði tókst Rosengård ekki að skora hið margfræga annað mark og það nýttu gestirnir sér.

Hanna Andersson jafnaði metin þegar fimm mínútur lifðu leiks og reyndust það lokatölur, niðurstaðan 1-1 jafntefli. Svekkjandi niðurstaða fyrir meistarana en einkar gott stig á útivelli fyrir Piteå.

Guðrún er í landsliðshóp Íslands fyrir vináttuleiki gegn Nýja-Sjálandi þann 7. apríl – sem fer fram í Tyrklandi – og Sviss í Zürich þann 11. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×