Breytingar í ensku úrvalsdeildinni

Myndbandsgómgæslan í ensku úrvalsdeildinni var harðlega gagnrýnd á síðustu leiktíð.
Myndbandsgómgæslan í ensku úrvalsdeildinni var harðlega gagnrýnd á síðustu leiktíð. AFP

Stórar breytingar verða gerðar á VAR-myndbandsdómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Það er enski miðillinn Times sem greinir frá þessu.

Myndbandsdómgæslan var mikið í umræðunni á síðustu leiktíð og voru margir ósáttir með það hvernig henni var beitt, sérstaklega þegar kom að því að skoða rangstöður og annað tengt þeim.

Times greinir frá því að rangstöðulínurnar sem notast verður við á næstu leiktíð verði mun breiðari en á nýliðinni leiktíð.

Með breiðari línum eru mun meiri líkur á því að sóknarmaðurinn fái að njóta vafans eins og lagt hefur verið upp.

Hollendingar hafa notast við breiðari línur í úrvalsdeildinni þar í landi með góðum árangri og vonast Englendingar til þess að það sama verði upp á teningnum í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert