Aðstoðarmaður Mourinho í mánaðarbann

José Mourinho verður án aðstoðarmanns síns næsta mánuðinn.
José Mourinho verður án aðstoðarmanns síns næsta mánuðinn. AFP/Andreas Solaro

Salvatore Foti, aðstoðarmaður knattspyrnustjórans José Mourinho hjá Roma á Ítalíu, er kominn í mánaðarbann fyrir að missa stjórn á skapi sínu er liðið tapaði fyrir Cremonese í ítalska bikarnum.

Foti fékk rautt spjald fyrir hegðun sína, eftir að hann lét dómara leiksins heyra það hressilega. Í kjölfarið var hann með ógnandi hegðun við þjálfarateymi Cremonese og hélt síðan áfram að veitast að dómara leiksins.

Í skýrslu ítalska knattspyrnusambandsins segir að hegðun Foti hafi verið ofsafenginn og að hann hefi staðið í hótunum við þjálfarateymi andstæðingsins.

Foti verður ekki á hliðarlínunni er Roma mætir Empoli, Lecce, Verona og Cremonese í febrúarmánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert