Verður áfram í Breiðholtinu

Ísak Wíum, þjálfari ÍR, og Sæþór Elmar Kristjánsson handsala samninginn.
Ísak Wíum, þjálfari ÍR, og Sæþór Elmar Kristjánsson handsala samninginn. Ljósmynd/ÍR

Sæþór Elmar Kristjánsson hefur komist að samkomulagi við körfuknattleiksdeild ÍR um að leika áfram með karlaliði félagsins á næsta tímabili.

Sæþór Elmar er uppalinn hjá ÍR og verður næsta tímabil hans tíunda með meistaraflokki félagsins.

Ísak Wíum, þjálfari ÍR, er hæstánægður með að halda honum í sínum röðum.

„Sæþór er algjört lím í hópnum og bind ég miklar vonir við að hann komi ennþá sterkari inn í næsta tímabil eftir að hafa æft vel í sumar,“ sagði hann í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

Sæþór Elmar kvaðst í tilkynningunni spenntur fyrir næsta tímabili og sagði markmiðin á því skýr:

Ég hlakka til að spila fyrir nýjan þjálfara og fyrir okkar frábæru stuðningsmenn í nýju húsi. Við ætlum okkur að gera betur en síðustu tvö ár, það er klárt mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert