Jokic verðmætastur í þriðja sinn

Nikola Jokic er verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar (Most Valuable Player)
Nikola Jokic er verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar (Most Valuable Player) AFP/MATTHEW STOCKMAN

Serbinn Nikola Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar en tilkynnt var um verðlaunin í nótt. Þetta er í þriðja skipti sem Jokic hlýtur nafnbótina á fjórum árum.

Nikola Jokic hlaut nokkuð örugga kosningu en Kanadamaðurinn Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) var annar í kjörinu og Slóveninn Luka Doncic (Dallas Mavericks) varð þriðji. Jokic jafnar goðsagnirnar Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone á lista yfir þá sem oftast hafa hreppt verðlaunin.

Lið Jokic, Denver Nuggets, deildi efsta sæti Vesturdeildarinnar með Oklahoma City Thunder en Jokic átti 25 þrefaldar tvennur á tímabilinu. Denver er þó í vandræðum í úrslitakeppninni þessa stundina en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum gegn Minnesota Timberwolves í 8 liða úrslitum.

Einungis fjórir leikmenn hafa unnið verðlaunin oftar en Jokic, þeir Kareem Abdul-Jabbar, Michael Jordan, Bill Russell, Wilt Chamberlain og Lebron James.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert