Djúp sprunga eftir jarðskjálfta

Sprungan mikla í Krýsuvíkurbergi sem myndaðist í fyrradag.
Sprungan mikla í Krýsuvíkurbergi sem myndaðist í fyrradag. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 50 metra löng og 60 cm breið sprunga myndaðist Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum sl. þriðjudag og segir Óskar Sævarsson landsvörður í Reykjanesfólkvangi viðsjárvert að vera á bjargbrúninni. Aðrar sprungur sem fyrir voru á þessum slóðum gliðnuðu og á nokkrum stöðum má sjá hvar fyllur hafa fallið fram svo bingir eru í flæðarmálinu tugum metra neðar.

„Eins og staðan er núna er hættulegt að vera á þessum stað,“ segir Óskar sem sýndi mbl.is aðstæður á vettvangi nú fyrr í dag. Sprungan er vestarlega í berginu, skammt frá bílastæði þar sem ökumenn sem koma á þessar slóðir leggja gjarnan ökutækjum sínum.

Óskar Sævarsson landvörður á vettvangi í dag.
Óskar Sævarsson landvörður á vettvangi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálftinn í fyrradag mældist 5,6 að styrk og átti upptök sín um 5-10 kílómetra frá Krýsuvíkurbergi. Áhrifa hans gætti víða, þó mest á Reykjanesskaganum. Víða hrundi grjót úr fjallshlíðum, lausir munir féllu úr hillum í húsum og fleira slíkt – þó skemmdir væri aldrei miklar.

Strax eftir skjálftann á þriðjudaginn settu starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar upp girðingu við sprungurnar á Krýsuvíkurbergi, teina sem kaðall er stengdur á milli. Setja á upp voldugri varnir á næstu dögum sem og skilti með skýrum merkingum, að sögn Óskars landvarðar.

Viðvörunarskilti nærri Krýsuvíkurbergi.
Viðvörunarskilti nærri Krýsuvíkurbergi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert