Telja brýnt að olíuöryggi sé bætt og birgðir tryggðar

Frá Helguvík.
Frá Helguvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brýnt er að tryggja olíuöryggi hér á landi og bæta birgðastöðuna í samræmi við það sem tíðkast í mörgum Evrópuríkjum, skilgreina lágmarksbirgðir og leggja mat á áhættu af mögulegum skorti á eldsneyti.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á þjóðaröryggismálum. Þar segir að birgðastaða olíu sé mjög mismunandi milli ára, oft séu takmarkaðar olíubirgðir til innan lands og hafi jafnvel farið niður í nokkurra daga birgðir. Um veikleika sé að ræða, enda standi Ísland langt að baki nágrannalöndum í þessu efni.

Helguvíkurhöfn er eina höfnin sem tekur við og geymir eldsneyti fyrir flugvélar og er bent á að lokist sú höfn gæti eldsneytisafgreiðsla til loftfara á Keflavíkurflugvelli að hámarki haldið áfram í þrjár vikur. Æfa þarf áætlun til að fara eftir ef Helguvíkurhöfn lokast að mati ráðsins

Mikið verk er sagt fyrir höndum við að bæta netöryggismál, sem sé ábótavant. Evrópulögreglan hafi einnig bent á aukningu netglæpa í veirufaraldrinum og komið hafi upp veikleikar í tölvukerfum vegna fjarfundarhugbúnaðar sem gerðu kleift að hlera fjarfundi eða nálgast upplýsingar um notanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert