Reyndi að komast undan lögreglu á stolnu hjóli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði mann í Mosfellsbæ sem var á stolnu reiðhjóli, en maðurinn gerði jafnframt tilraun til að komast undan lögreglu. Hjólinu komið til eiganda.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá var maður handtekinn í tengslum við þjófnað úr verslun á Laugavegi. Að sögn lögreglu var gerandi laus eftir skýrslutöku.

Þá var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll í fyrirtæki í Kópavogi. Lögreglan handtók mann á vettvangi.

Þá var ökumaður stöðvaður í akstri í miðbænum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert