Lögreglumenn hunsuðu rán til að spila tölvuleik

Ljósmynd/Unsplash

Tveir lögreglumenn í Los Angeles voru reknir fyrir að hunsa rán til þess að handsama Snorlax í tölvuleiknum Pokémon Go.

Samkvæmt dómsskjölum sem birt voru á föstudaginn voru tveir lögreglumenn, Louis Lozano og Eric Mitchell, reknir fyrir að hunsa útkall sem sneri að ráni en lögreglumennirnir voru önnum kafnir við að spila tölvuleik 

Ákváðu að bregðast ekki við

Atvikið átti sér stað í apríl árið 2017 í verslunarmiðstöðinni Baldwin Hills Crenshaw og samkvæmt réttargögnunum hringdi eftirlitsmaður í Mitchell og Lozano til þess að bregðast við ráninu. Nokkrir lögreglumenn fóru af vettvangi morðs til þess að svara kallinu sem Mitchell og Lozano hunsuðu þrátt fyrir að vera á svæðinu.

Nánari rannsókn á myndbands- og hljóðgögnum sýndi fram á að Mitchell og Lozano ræddu það að bregðast við ráninu en ákváðu að gera það ekki.

Fundu Snorlax

Augnabliki síðar voru Mitchell og Lozano teknir upp þegar þeir sögðu að „Snorlax … hafi bara skotið upp kollinum .. á 46. og Leimert,“ og þeir tveir lögðu upp með hvernig best væri að veiða sjaldgæfa, risastóra Pokémoninn.

Nánar um þetta má lesa á Vice.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert