Hófleg bjartsýni á gengi Íslands í Eurovision

Landsmenn virðast hóflega bjartsýnir á gengi Íslands í Eurovision í …
Landsmenn virðast hóflega bjartsýnir á gengi Íslands í Eurovision í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsmenn virðast hóflega bjartsýnir á gengi Íslands í Eurovision í ár samkvæmt nýjum gögnum úr könnun Maskínu. 

Fæstir, eða aðeins 1,8%, spá því að framlag Íslands í ár, lagið Scared of Heights sem flutt er af Heru Björk Þórhallsdóttur, hafni í efstu fimm sætum keppninnar á meðan flestir, eða 28,1% spá því að það hafni í neðstu fimm sætunum. 

Þá eru næstflestir, eða 20,2%, sem spá því að Ísland lendi í 21. - 35. sæti í keppninni. Næstfæstir, eða 3,6% spá því hins vegar að framlagið lendi í 6. - 10. sæti. 

Karlar bjartsýnni en konur

Fleiri karlar en konur spá því að lagið lendi í efstu fimmtán sætum keppninnar, eða 11,5% á móti 9,2%. Hins vegar eru fleiri konur en karlar sem spá því að lagið lendi í neðstu fimmtán sætunum, eða 67,3% á móti 62%.

Ef horft er til aldurs eru flestir 60 ára og eldri sem spá því að framlag Íslands hafni í efstu fimmtán sætum keppninnar, eða 22,5%, á meðan flestir á aldrinum 18 - 29 ára spá því að lagið lendi í neðstu fimmtán sætunum, eða 78,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg