Naumur sigur hjá meisturunum

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst hjá Val með 26 stig.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst hjá Val með 26 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik í Val unnu Breiðablik á Hlíðarenda í Subway-deildinni í kvöld. 

Valur sigraði 73:70 og hefur verið ljómandi vel af stað í deildinni því Valskonur hafa unnið fyrstu þrjá leikina. Blikar hafa hins vegar tapað fyrstu þremur. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 33:33 og Blikar voru tveimur stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann. 

Leikstjórnandinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti stórleik og skoraði 26 stig fyrir Val. Chelsey Shumpert var stigahæst hjá Breiðabliki með 20 stig og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoraði 17 stig. 

Dagný Lísa Davíðsdóttir sækir að körfu Keflavíkur í kvöld og …
Dagný Lísa Davíðsdóttir sækir að körfu Keflavíkur í kvöld og skorar tvö af 26 stigum sínum fyrir Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Keflvíkingar heimsóttu Fjölni í Grafarvoginn og náðu í tvö stig með tólf stiga sigri 89:77. Staðan var 45:48 að loknum fyrri hálfleik en leiðir skildu í síðasta leikhlutanum. 

Daniela Morillo var stigahæst með 34 stig hjá Keflavík og tók 18 fráköst. Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 26 stig fyrir Fjölni. Keflavík er með 4 stig en Fjölnir er með 2 stig. 

Valur - Breiðablik 73:70

Origo-höllin, Subway deild kvenna, 13. október 2021.

Gangur leiksins:: 2:2, 10:2, 14:10, 20:12, 22:17, 27:21, 27:29, 33:33, 35:40, 37:44, 48:50, 50:52, 58:58, 60:65, 66:65, 73:70.

Valur: Dagbjört Dögg Karlsdóttir 26/4 fráköst, Ameryst Alston 14/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/13 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 7/6 fráköst, Anita Rún Árnadóttir 6, Ingunn Erla Bjarnadóttir 3, Sara Líf Boama 2/11 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2/7 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 30 í vörn, 24 í sókn.

Breiðablik: Chelsey Moriah Shumpert 20/4 fráköst/7 stoðsendingar, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 17, Anna Soffía Lárusdóttir 9, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9/5 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 8/8 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 7/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 96

Fjölnir - Keflavík 77:89

Dalhús, Subway deild kvenna, 13. október 2021.

Gangur leiksins:: 2:10, 10:16, 16:21, 23:26, 28:28, 37:35, 43:37, 45:48, 53:54, 53:59, 58:61, 60:63, 62:65, 69:71, 71:81, 77:89.

Fjölnir: Dagný Lísa Davíðsdóttir 26/7 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 17/4 fráköst, Sanja Orozovic 14/8 fráköst, Ciani Cryor 12/4 fráköst/13 stoðsendingar/8 stolnir, Margret Osk Einarsdottir 3, Iva Bosnjak 3/6 fráköst, Heiður Karlsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 34/18 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 23, Tunde Kilin 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 6/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Agnes María Svansdóttir 3, Eva María Davíðsdóttir 2, Anna Lára Vignisdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson, Helgi Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert