Gæti misst fyrirliðabandið hjá United

Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United.
Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnumaðurinn Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United fyrir komandi tímabil. Maguire átti erfiða síðustu leiktíð með United og gæti nýi stjórinn Erik ten Hag skipt um fyrirliða.

Daily Mail greinir frá. Ensk blöð hafa áður greint frá að aðrir leikmenn United séu óánægðir með að Maguire sé fyrirliði. Ole Gunnar Solskjær gerði enska landsliðsmanninn að fyrirliða sex mánuðum eftir að félagið keypti hann af Leicester á 80 milljónir punda.

Ljóst er að miklar breytingar eiga sér stað á milli tímabila hjá United. Nýr knattspyrnustjóri vinnur með breyttan leikmannahóp því Jesse Lingard, Paul Pogba, Juan Mata, Edinson Cavani, Nemanja Matic og Lee Grant eru allir farnir frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert