Njarðvíkingar kafsigldu Val í lokin

Dedrick Basile með boltann í leiknum í Njarðvík í kvöld.
Dedrick Basile með boltann í leiknum í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar fengu í kvöld Valsara í heimsókn í 3. umferð Subwaydeildar karla í körfuknattleik.  Fyrir leik voru Njarðvíkingar ósigraðir og feiknar skrið á þessu meistaraefnisliði á meðan Valsmenn höfðu skipt á milli sín vinnings og tapleik í fyrstu tveimur umferðunum.

Það fór svo að Njarðvíkingar tóku stórsigur í leiknum, 96:70 en lokatölur gefa engan vegin heildar mynd af þessum leik. 

Það var í raun allt í járnum allt fram á fjórða leikhluta leiksins þar sem Njarðvíkinga leiddu með 13 stigum.  Lítill munur í slíkum hörku leik en rigning þrista frá þeim grænklæddu á lokasprettinum gerðu það að verkum að 26 stiga sigur varð raunin. 

Langan hluta leiksins voru hinsvegar Njarðvíkingar yfir í leiknum en líkt og korktappi á ballar hafi neituðu Valsmenn að sökkva, enda engir aukvissar þar á ferðinni. Valsmenn voru á löngum köflum með fín svör í sínum varnarleik gegn feykilega spræku Njarðvíkurliðinu sem hafa verið að setja þessi um það bil 100 stig í leik á andstæðinga sína. 

Þeir verða alls ekki dæmdir af þessum risa tapi hér í kvöld heldur fremur þeim góðu köflum sem þeir sýndu gegn toppliði Njarðvíkinga.  Heimamenn eru einfaldlega það lið sem þarf að sigra þessi misserin. Það er stór skemmtilegt að horfa á liðið, létt leikandi og stigaskorið skiptist jafnt á leikmenn. 

Svo skemmir ekki að eiga menn eins og Ólaf Helga Jónsson á bekknum sem þetta kvöldið kom inn í leikinn af krafti og gaf heimamönnum helling á báðum endum vallarins.  Kannski það slæma er að er að undir lok leiks virtist Logi Gunnarsson leikmaður þeirra vera haltrandi og óvissa með þau meiðsli, jafnvel talað um einhver slit í hné.

Njarðvíkingar eiga að sjálfsögðu inni bæði þá Hauk Helga Pálsson og Maciej Baginski sem báðir eru að hrista af sér meiðsli.  Reyndar í léttri upphitun fyrir leik þetta kvöldið sást til Hauks Helga hrista sig til með liðsfélögum sínum og styttist augljóslega í hans fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga að nýju. 

Talandi um að eiga inni þá hafa Valsmenn ekki enn fyllt uppí það ígildi sem að öllu jöfnu vegur þungt í leikmanna hópnum, þ.e.a.s. Bandaríkjamann. Verður afar fróðlegt að sjá hvernig og þá hvenær þeir herja á þann happadrættis markað. 

Aukin heldur var Ástþór Atli Svalason ekki með Valsmönnum þetta kvöldið sökum heilahristings sem hann hlaut í leik fyrr í vikunni.  Njarðvíkingar tróna á toppi deildarinnar með grönnum sínum og liði Tindastóls ósigraðir. 

Gangur leiksins:: 3:3, 5:12, 13:13, 17:16, 26:22, 33:25, 40:29, 43:33, 46:41, 52:48, 55:48, 63:50, 69:54, 80:62, 87:65, 96:70.

Njarðvík: Fotios Lampropoulos 20/13 fráköst, Nicolas Richotti 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 16/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 15/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 11, Logi Gunnarsson 8, Veigar Páll Alexandersson 4, Snjólfur Marel Stefánsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kári Jónsson 18/4 fráköst, Pablo Cesar Bertone 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 12/5 fráköst, Callum Reese Lawson 12, Kristófer Acox 11/9 fráköst/5 varin skot, Sveinn Búi Birgisson 2, Egill Jón Agnarsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Njarðvík 96:68 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert