Grótta og Afturelding í úrslit

Saga Sif Gísladóttir varði 7 skot í marki Aftureldingar
Saga Sif Gísladóttir varði 7 skot í marki Aftureldingar Eggert Jóhannesson

Afturelding og Grótta mætast í úrslitaeinvígi um sæti í úrvalsdeild í kvenna í handbolta. 

Gróttukonur slógu Víkinga út í umspili um sæti í úrvalsdeild í kvenna í handbolta í Safamýrinni í dag. Fyrri leikur liðanna fór 28:21 en meiri spenna var í leik dagsins þar sem Grótta hafði á endanum betur 28:27. 

Hafdís Shizuka Iura var markahæst Víkinga með 7 mörk og þær Ída Bjarklind Magnúsdóttir og  Arna Þyrí Ólafsdóttir skoruðu 5 hvor.

Atkvæðamestar hjá Gróttu voru Ída Margrét Stefánsdóttir með 7 mörk og Katrín Anna Ásmundsdóttir með 5

í Kaplakrika sigruðu gestirnir frá Mosfellsbæ með 7 marka mun, 35:28

Anna Katrín Bjarkadóttir var lang markahæst með 10 mörk í liði Aftureldingar en hjá FH var Emilía Ósk Steinarsdóttir með 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert