Menning

Rut Guðna­dóttir hand­hafi Ís­lensku barna­bóka­verð­launanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rut Guðnadóttir með verðlaunabókina Vampírur, vesen og annað tilfallandi.
Rut Guðnadóttir með verðlaunabókina Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Forlagið

Rut Guðnadóttir er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir bókina Vampírur, vesen og annað tilfallandi.

Rut hefur áður skrifað pistla og smásögur en Vampírur, vesen og annað tilfallandi er fyrsta skáldsaga hennar.

Auk þess að vera nú verðlaunarithöfundur er Rut dóttir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, úr fyrra hjónabandi.

Núverandi eiginkona Guðna, Eliza Reid, forsetafrú, deilir því með fylgjendum sínum á Instagram að Rut hafi unnið verðlaunin en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.

Í tilkynningu Forlagsins, útgefanda bókarinnar, segir eftirfarandi um Vampírur, vesen og annað tilfallandi:

„Þegar furðuleg veikindi (nei, alveg pottþétt ekki Covid-19) fara að breiðast um skólann ákveða vinkonurnar Milla, Rakel og Lilja að gera eitthvað í málunum.

Ekki er hægt að biðja fullorðna fólkið um hjálp, það er gagnslaust, og hver myndi svo sem trúa þremur þrettán ára stelpum sem halda því fram að stærðfræðikennarinn þeirra sé vampíra?

Ófyrirsjáanleg lögbrot, vinslit og misgáfulegar málfræðireglur flækjast svo fyrir tilraunum stelpnanna til að komast að því hvort nokkuð yfirnáttúrulegt sé yfirhöfuð á kreiki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×