Viðskipti innlent

Styrmir frá HR til N1

Atli Ísleifsson skrifar
Styrmir Hjalti Haraldsson.
Styrmir Hjalti Haraldsson. n1

Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.

Í tilkynningu segir að Styrmir komi til N1 frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hafi sinnt kennslu við verkfræði- og viðskiptadeildir skólans. Þar áður starfaði Styrmir hjá Samkaupum sem verkefnastjóri í tekjustýringu.

Styrmir er með M.Sc.-gráðu í fjármálum og hagfræði frá The London School of Economics (LSE) og lauk B.Sc.-prófi í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×