Þrjár breytingar fyrir úrslitaleikinn

Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn í byrjunarliðið.
Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn í byrjunarliðið. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir úrslitaleik liðsins gegn Úkraínu í umspili um laust sæti á EM 2024 í sumar.

Leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi og hefst klukkan 19.45.

Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í 4:1-sigrinum á Ísrael í undanúrslitum umspilsins á fimmtudagskvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson kemur inn í liðið í stað Arnórs Sigurðssonar, sem er meiddur. Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði kemur í liðið í stað Willums Þórs Willumssonar og Andri Lucas Guðjohnsen í stað Orra Steins Óskarssonar.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2):

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson.

Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson (fyrirliði), Arnór Ingvi Traustason, Hákon Ingi Haraldsson, Jón Dagur Þorsteinsson.

Sókn: Albert Guðmundsson, Andri Lucas Guðjohnsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert