Tvöföldum Evrópumeisturum vísað úr Meistaradeildinni

Markvðrðurinn Borko Ristovski. er meðal þekktustu leikmanna Vardar.
Markvðrðurinn Borko Ristovski. er meðal þekktustu leikmanna Vardar. AFP

Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í dag að Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu fengi ekki keppnisleyfi í neinum Evrópumótum á komandi keppnistímabili.

Félagið uppfyllir ekki skilyrði fyrir þátttöku, að sögn EHF, en í tilkynningunni kemur fram að undanfarin tvö ár hafi verið reynt að finna lausnir á vandamálum félagsins sem hefur átt í erfiðleikum með að greiða leikmönnum sínum laun. 

Forráðamenn Vardar hafi ekki  farið að fyrirmælum EHF varðandi skil á greiðslur og oft ekki svarað umleitunum sambandsins. Í kjölfar þess hafi verið tekin einróma ákvörðun á fundi framkvæmdastjórnar EHF síðasta föstudag um að vísa félaginu úr Evrópumótunum á komandi tímabili.

Vardar er lang sigursælasta félag Norður-Makedóníu og hefur um árabil verið eitt besta lið í Evrópu. Vardar hefur tvisvar unnið Meistaradeildina á undanförnum árum, 2017 og 2019, og hefur orðið 15 sinnum norðurmakedónskur meistari á síðustu 23 árum, þar af sjö sinnum á síðustu átta árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka