Biden minnist tíu ára ártíðar bin Ladens

Barack Obama, þáverandi forseti, Joe Biden varaforseti og Hillary Clinton …
Barack Obama, þáverandi forseti, Joe Biden varaforseti og Hillary Clinton utanríkisráðherra fylgjast með aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn. AFP

Tíu ár eru í dag liðin frá því bandarískir hermenn drápu Osama bin Laden á felustað hans í austurhluta Pakistans. Hann hafði þá verið í felum frá hryðjuverkaárásinni í Bandaríkjunum árið 2001.

Joe Biden Bandaríkjaforseti var á þeim tíma varaforseti og hann fylgdist með aðgerð bandaríska hersins úr Hvíta húsinu ásamt Barack Obama forseta, Hillary Clinton utanríkisráðherra og öðrum háttsettum bandarískum mönnum úr bandaríska stjórnkerfinu.

Biden minnist ártíðar bin Ladens í yfirlýsingu í dag og nýtir um leið tækifærið til að staðfesta fyrirætlanir sínar um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Afganistan eigi síðar en 11. september. Þá verða liðin tuttugu ár frá hryðjuverkaárásunum alræmdu sem komu Osama bin Laden á kortið og gerðu að einum eftirlýstasta manni heims.

Í yfirlýsingu í dag sagði Biden að það hefði verið augnablik sem hann myndi aldrei gleyma. „Við fylgdum bin Laden að hliði heljar – og við náðum honum. Við stóðum við loforð sem við gáfum þeim sem misstu ástvini 11. september [2001]: að við myndum aldrei gleyma þeim sem við misstum.“

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert