Innlent

Freyja sinnir nú sínu fyrsta verk­efni

Árni Sæberg skrifar
Athygli vakti hversu flögnuð málning Freyju var við komuna til landsins þann 6. nóvember.
Athygli vakti hversu flögnuð málning Freyju var við komuna til landsins þann 6. nóvember. Vilhelm Gunnarsson

Nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar, Freyja, sinnir nú sínu fyrsta verkefni en hún er með flutningaskipið Franciscu í togi áleiðis til Akureyrar.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands segir að bilun hafi komið upp í flutningaskipinu og leitað hafi verið til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju. Freyja hafi rúmlega tvöfalt meiri dráttargetu en varðskipið Þór.

Freyja er með flutningaskipið Franciscu í togi til Akureyrar.Aðsend/Guðmundur St. Valdimarsson

Skipin hafi lagt af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og áætlað sé að þau komist á áfangastað á Akureyri á aðfaranótt mánudags.

Freyja kom til landsins þann 6. nóvember síðastliðinn og fór í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni.

Landhelgisgæslan birti myndband af undirbúningi verkefnisins á Youtube-síðu sinni og má sjá það í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Freyja komin til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.

„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju

Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×