fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. mars 2021 18:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að orð Einars Kárasonar um umfjöllun Rás 1 í gær um „slaufun“ á rithöfundinum gríðarvinsæla J.K. Rowling hafi vakið athygli. Í þættinum var „slaufunarmenningu“ (e. cancel-culture) lýst og því hvernig persónulegar skoðanir höfundarins Rowling urðu til þess að margir vilja „slaufa“ verkum hennar um galdrastrákinn Harry Potter. Umfjöllunina má hlusta á hér.

Í þættinum var slaufunarmenning skilgreind þannig að samfélagið velji sér að útskúfa ákveðna einstaklinga og tiltekna hegðun þeirra. „Stundum er slaufunarmenning vissulega hreinlega hræðilegt, samskiptaletjandi, mannskemmandi og umræðudrepandi fyrirbæri, en stundum tekst henni að neyða íhaldssöm öfl til umhugsunar,“ var sagt í þættinum.

Einar Kárason hlustaði á þáttinn og lét eftirfarandi orð falla í kjölfar þáttarins:

„Það var núna áðan í Lestinni á Rás 1 verið að tala, af velþóknun heyrðist mér, um baráttu fyrir „slaufun“ á verkum J.K. Rowling (höf Harry Potter), vegna „haturs“ hennar og „herferðar“ gegn transfólki. Mig minnir að þetta byggist á því að hún hafi sagst aðspurð telja að kynin væru bara tvö. Getur verið að heimurinn sé orðinn svona galinn?“

Sjá nánar: Bókmenntasamfélagið á hliðinni í kjölfar umfjöllunar á Rás 1 – „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu“

Einar sagði menningu þessa skaðræði. „Það er ekki bara Enid Blyton sem menn treysta sér ekki til að gefa út lengur heldur líka snilldarverk eftir Mark Twain, Joseph Conrad og marga fleiri.“ Á meðal þeirra sem blönduðu sér í umræðuna í gær var Kamilla Einarsdóttir, dóttir Einars Kárasonar. „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu,“ sagði dóttir rithöfundarins.

Rithöfundasamband Íslands blandast í málið

Umræðan um slaufunarmenningu hélt svo áfram í dag þegar Einar birti langa færslu í hópi félaga í Rithöfundasambandi Íslands:

Í færslu Einars í hópnum lýsir hann viðbrögðunum við Facebook færslu sinni í gær og varar hann eindregið við menningunni, sem hann segir óheillaþróun.

Þegar hafa ýmis fræg verk komist á einhverskonar bannlista, vegna þess að menn veigra sér við að hafa þau í framboði eða til sölu. Verstar hafa afleiðingar þessa orðið í Bandaríkjunum, það er að segja af þeim löndum þar sem á að heita lýðræði og prentfrelsi. Svona þróun ætti að vera öllum félögum og samtökum rithöfunda og bókafólks mikið áhyggjuefni og vera tilefni til andófs, og þannig er það í flestum tilfellum.
Einar segist nefna málið sérstaklega á vettvangi Rithöfundasambandsins, vegna aðkomu eins stjórnarmanns RSÍ að umræðum gærdagsins.
En þetta nefni ég hér á þessum vettvangi vegna þess að ein þeirra sem brást verst við umræddri athugasemd minni, og virðist því vera ákafur stuðningsmaður „slaufunar“ á verkum Rowling, var Margrét Tryggvadóttir, stjórnarmaður í RSÍ. Og segir það kannski sína sögu um hvernig komið er fyrir því félagi.
Ljóst er að færsla Einars á þessum vettvangi vakti ekki síður athygli og viðbrögð en færsla hans í gær.

Margrét Tryggvadóttir svarar Einari fullum hálsi: „Einar mikið finnst mér þetta ómerkileg færsla hjá þér. Ég myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu.“ Hafa sumir síðan haft á því orð að viðbrögð Margrétar séu einkar kaldhæðnisleg enda krefjist hún þar að umræðu um ritskoðun sé eytt. Aðrir stigu varlegra til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“