Falið páskaegg í Halo Infinite

Kökuskrímslið og Óskar úr þáttunum Sesame Street.
Kökuskrímslið og Óskar úr þáttunum Sesame Street. Skjáskot/Youtube/SesameStreet

Leikurinn Halo Infinite var nýlega gefinn út og hefur nú þegar eignast marga aðdáendur. Þrátt fyrir að vera nýútgefinn inniheldur leikurinn nokkur falin páskaegg (e. easteregg) sem hafa glatt spilara leiksins.

Hús Óskars í korti leiksins

Eitt af földu páskaeggjunum tengist þáttunum Sesame Street. Páskaeggið má nálgast í kortinu Halo Infinite Streets, en þar má finna ruslatunnur í húsasundi. Til þess að virkja páskaeggið þurfa leikmenn að merkja (e. ping) ruslatunnurnar.

Þegar leikmenn hafa merk ruslatunnurnar kemur í ljós að þær eru hús Óskars, eða Oscar's house, en Óskar í þáttunum Sesame Street býr í ruslatunnu. 

Útgefendur Halo Infinite segja að von sé á fleiri földum páskaeggjum í einspilunarhluta leiksins sem kemur út í byrjun desembermánaðar. Fjölspilunarhluti leiksins er frír til spilunar og má nálgast hann á leikjaveitunni Steam. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert