fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Ekki til umræðu í Vesturbæ að reka Rúnar þrátt fyrir “óásættanlega“ stöðu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. júní 2022 11:33

Rúnar á góðri stundu sem þjálfari KR. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn KR hafa ekki rætt þann kost að skoða stöðu Rúnars Kristinssonar sem þjálfara liðsins. Þetta segir Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar við 433.is.

KR er fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir ellefu leiki í Bestu deildinni en KR situr í sjötta sæti deildarinnar. KR er félag sem vill berjast um þann stóra en Blikar hafa stungið öll önnur lið af.

Páll segir það ekki hafa verið rætt að skoða stöðu Rúnars. „Nei sú umræða hefur ekki átt sér stað. Auðvitað eru menn að hugsa stöðuna hvernig er hægt að bæta liðið en það er enginn þjálfarakapall í kortunum,“ segir Páll í samtali við 433.is.

Páll segir að allir KR-ingar séu ósáttir með stöðu liðsins en Rúnar hefur mikla virðingu í Vesturbæ og þar hafa menn trú á að liðið komist á flug.

„Staðan er hins vegar óásættanleg, allir KR-ingar eru ósáttir sama hvort það séu stuðningsmenn, leikmenn eða þjálfarar. Við erum ekki að horfa í neinn titil núna en við erum stutt frá öðru sætinu og erum enn með í bikarnum.

„Við höfum að mörgu leyti verið óheppnir. Rúnar hefur allan okkar stuðning sem þjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir Meistaradeild þarf Aston Villa að selja eina stjörnu

Þrátt fyrir Meistaradeild þarf Aston Villa að selja eina stjörnu
433Sport
Í gær

Tekur Varane afar óvænt skref út fyrir Evrópu?

Tekur Varane afar óvænt skref út fyrir Evrópu?
433Sport
Í gær

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara