Gunnar Úlfarsson hefur tekið til starfa hjá RR ráðgjöf. Hann er með meistarapróf í hagfræði og fjármálum frá St. Andrews háskóla í Skotlandi. Gunnar hefur starfað sem stundakennari við hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur reynslu af samkeppnis- og samrunamálum úr starfi hjá Samkeppniseftirlitinu.

Gunnar er ættaður úr Eyjafirði og hefur brennandi áhuga á golfiðkun og tækninýjungum ýmiskonar.

„RR ráðgjöf hefur markað þá stefnu að vera leiðandi í þjónustu við sveitarfélög á Íslandi og er ráðning Gunnars liður í því að styrkja fjármálaráðgjöfina og auka þjónustuframboðið. Gunnar er mjög fær í hagrænum greiningum og hans þekking mun nýtast sveitarstjórnarfólki vel undirbúning og ákvarðanir í fjármálum." er haft eftir Róberti Ragnarssyni framkvæmdastjóra RR ráðgjafar í fréttatilkynningu.