Hætt við áform um að banna TikTok og Wechat

Skilti með lógói TikTok fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins í Los …
Skilti með lógói TikTok fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins í Los Angeles. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka tilskipun forvera síns í embætti, Donalds Trump, sem vildi banna samfélagsmiðlana TikTok og WeChat af öryggisástæðum.

Miðlarnir eru í eigu Kínverja.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kemur fram að í stað þess að banna þessi vinsælu smáforrit hafi ríkisstjórn Bidens ákveðið að „farið í umfangsmikla og gagnrýna skoðun, byggða á sönnunargöngum til að meta áhættuna” af völdum smáforrita á netinu sem er stjórnað af erlendum aðilum.

Trump hélt því fram að bandarískt þjóðaröryggi væri í hættu vegna appanna og reyndi að þvinga í gegn sölu þeirra til bandarískra fjárfesta

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert