Skjálfti 3,5 að stærð á Reykjaneshrygg

Jarðskjálftavirkni síðustu tvo sólarhringana.
Jarðskjálftavirkni síðustu tvo sólarhringana. Ljósmynd/Skjáskot veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti 3,5 að stærð var á Reykjaneshrygg kl. 20:41 í kvöld.

Skjálftinn var stakur og engin eftirskjálftavirkni hefur greinst.  

Upptök skjálftans voru 3,6 km norður af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg, þ.e. um 25 km suðvestur af Reykjanestá. 

Engin tilkynning hefur borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert