Vilja fá 110 milljónir fyrir Jón

Jón Dagur Þorsteinsson leikur með AGF.
Jón Dagur Þorsteinsson leikur með AGF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska knattspyrnufélagið AGF vill fá 5,6 milljónir danskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, fyrir landsliðsmanninn Jón Dag Þorsteinsson ef hann fer frá félaginu í janúarmánuði.

Samningur Jóns Dags við AGF rennur út í sumar þannig að þá gæti hann farið frá félaginu án greiðslu. Ekstra Bladet segir að þetta sé verðmiðinn á Jóni Degi sem kom til félagsins frá Fulham árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert