Tryggingafélagið VÍS hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði í viðskiptum dagsins, um 2% í 150 milljóna króna viðskiptum. Skeljungur hækkaði um rúm 1,9% í 130 milljóna viðskiptum og gengi bréfa Íslandsbanka hækkaði um 1,5% í 140 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Festi, en viðskipti með bréfin námu 900 miljónir króna. Jafnframt var heildarvelta á aðalmarkaði Kauphallarinnar 4,4 milljarðar í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,14% og stendur nú í 3.304,75.

Aðeins fjögur félög lækkuðu á aðalmarkaði í viðskiptum dagsins. Sýn lækkaði  mest þeirra, um 1,5%. Sjóvá lækkaði um rúmt eitt prósent og Marel um tæpt eitt prósent. Gengi Síldarvinnslunnar lækkaði auk þess um 0,7% í 150 milljóna viðskiptum.

Á First North markaðnum gerðist lítið sem ekkert, en heildarvelta dagsins nam 2 milljónum króna, allt viðskipti með bréfum í Kaldalóni.