Þórdís nýr forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar

Þórdís Valsdóttir.
Þórdís Valsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þórdís Valsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Útvarpsstöðvarnar sem hún mun stýra eru Bylgjan, FM957, X977, Gullbylgjan, Léttbylgjan og Íslenska bylgjan. 

Í tilkynningu segir að Þórdís hefur starfað sem þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá árinu 2019 ásamt því að starfa við dagskrárgerð á Stöð 2. Áður var hún fræðslustjóri hjá Sýn og blaðamaður bæði á Vísi og Fréttablaðinu.

Þórdís lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún mun taka við starfinu í byrjun júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK