Bardagar á lítilli eyju í Japan

Nýja kortið gerist á japönsku eyjunni Ashika.
Nýja kortið gerist á japönsku eyjunni Ashika. Skjáskot/COD

Skotleikurinn Call of Duty: Warzone 2 fær nýjan leikham í næstu uppfærslu og með því, nýtt kort. Fyrsta sýnishorn af kortinu var birt í myndskeiði frá Call of Duty og í lok myndskeiðsins sést japanskt orð sem hægt er að þýða yfir í „Sæljón“. 

Call of Duty ritaði einnig í athugasemd á myndskeiðinu að Ashika eyja bíði spilurum í næstu uppfærslu.

Leikhamurinn Resurgence spilast mikið hraðar en venjulegur Warzone leikur en einungis spila 40-50 spilarar í einu og hægt er að koma aftur inn í leikinn falli leikmaður gegn andstæðingi.

Nýja kortið er lítið og því viðbúist að leikirnir verði spennandi og þurfa leikmenn að vera með á nótunum um leið og leikur hefst.

Call of Duty birti einnig myndir af kortinu og sjá má mismunandi staði kortsins sem er byggt á japanskri eyju.

Uppfærslan kemur 15. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert