fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Jóni Degi fórnað í tapi AGF

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 20:12

Jón Dagur Þorsteinsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem tók á móti Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Nordsjælland.

Jón Dagur fékk þó ekki nægan tíma til þess að sína knattspyrnusnilli sína í kvöld. Á 6. mínútu leiksins fékk Bubacarr Sanneh, leikmaður AGF að líta rauða spjaldið. David Jean Nielsen, þjálfari AGF tók þá ákvörðun að fjölga varnarmönnum liðsins í kjölfarið og skipti því Jóni Degi af velli. Varnarmaðurinn Jesper Juelsgaard kom inn í stað Jóns Dags.

Það var Ulrik Jenssen sem skoraði eina mark leiksins fyrir Nordsjælland á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Ibrahim Sadiq.

AGF tapaði þar með mikilvægum stigum í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 33 stig,  sex stigum á eftir toppliði Midtjylland.

AGF 0 – 1 Nordsjælland 
0-1 Ulrik Jenssen (’13)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“