Sögulegar atvinnuhorfur í Bretlandi

Bretar voru margir fegnir þegar krár opnuðu á nýjan leik. …
Bretar voru margir fegnir þegar krár opnuðu á nýjan leik. Nú virðist starfsfólk vanta á þessar sömu krár. AFP

Atvinnuhorfur í Bretlandi batna nú hraðar en nokkru sinni fyrr á þessari öld. Erfitt hefur reynst að manna þjónustustöðu á síðustu mánuðum í kjölfar afslappaðari sóttvarnarráðstafana.

Mönnun starfa í þjónustugeiranum gæti reynst vandamál fyrir rekstraraðila sem eru margir hverjir í endurreisn eftir langa lokun í kórónuveirufaraldrinum. Aukin eftirspurn eftir störfum er nýjung fyrir geirann sem hefur aldrei þurft að ráða svo mikið fólk inn á einu bretti. Þetta segir talsmaður bresks ráðningafyrirtækis við AFP-fréttaveituna.

Margar stöður hérlendis ómannaðar

Hérlendis hefur einnig gengið illa að ráða fólk inn og mörgþúsund stöður sem ekki hefur gengið að finna fólk í sem hluti af átakinu Hefjum störfum. 

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar hefur einni haft áhyggjur af þessu sama vandamáli, „Von­andi leys­ist það þegar líða fer á mánuðinn og fólk fari að koma til baka. En skuld­sett fyr­ir­tæki, sem nú hafa safnað skamm­tíma­skuld­um ofan á fjár­fest­ing­ar, eiga erfitt með að vaxa hratt. Það get­ur því hamlað vext­in­um að illa gangi að koma fólki inn í störf,“ þetta kom fram í samtali Jóhannes við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert