Mancini aftur til Manchester?

Roberto Mancini kannast vel við sig í Manchester.
Roberto Mancini kannast vel við sig í Manchester. AFP

Robert Mancini hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur knattspyrnustjóri Manchester United frá og með komandi sumri.

Þeir Mauricio Pochettino, Brendan Rodgers og Zinedine Zidane hafa verið einna mest orðaðir við stjórastöðuna hjá félaginu sem losnar þegar Ralf Rangnick hættir sem bráðabirgðastjóri félagsins að þessu tímabili loknu.

Dagblaðið The Telegraph segir í dag að Mancini sé kominn inn í myndina sem mögulegur kandídat í starfið en hann hefur stýrt ítalska landsliðinu frá vorinu 2018 með frábærum árangri og það varð Evrópumeistari í sumar undir hans stjórn. Þá setti liðið heimsmet á þessu ári þegar það lék sinn 36. leik í röð án taps með Mancini við stjórnvölinn.

Mancini, sem er 57 ára  gamall, kannast vel við sig í Manchester því hann var knattspyrnustjóri Manchester City á árunum 2009 til 2013 og liðið varð bæði enskur meistari og bikarmeistari undir hans stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert