Glódís nýr fyrirliði landsliðsins

Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið, sem hún mun nú ávallt …
Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið, sem hún mun nú ávallt bera þegar hún spilar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir er nýr fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Þetta tilkynnti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ rétt í þessu.

Sara Björk Gunnarsdóttir lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir áramót eftir að hafa borið fyrirliðabandið um langt árabil.

Glódís Perla, sem er 27 ára miðvörður stórliðs Bayern München, hefur verið kjölfesta í vörn íslenska liðsins í tæpan áratug og á að baki 108 A-landsleiki, þar sem hún hefur skorað átta mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert