Veiran hefur fellt tvær milljónir Evrópubúa

Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á heimsbyggðina síðustu tvö árin.
Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á heimsbyggðina síðustu tvö árin. AFP

Dauðsföll tengd kórónuveirunni ná nú tveimur milljónum í okkar heimsálfu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 

Stofnunin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá þessu. „Skelfileg tímamót urðu í gær þegar staðfest dauðsföll tengd kórónuveirunni í Evrópu hafa náð tveimur milljónum.“ 

Kórónuveiran gerði vart við sig í Kína í upphafi árs 2020 en Ítalía var fyrsta Evrópulandið þar sem holskefla smita reið yfir í fyrstu bylgjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert