Innlent

Nafn mannsins sem lést í vinnuslysinu í Þrengslunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
4D5126AF30729659639C6E1B127B0E2FFB7182108FB5B60115B023CFA7A93E5F_713x0

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli í fyrrinótt hét Jósef G. Kristjánsson, fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef var búsettur með unnustu sinni á Bifröst í Borgarfirði.

Jósef skilur eftir sig unnustu, níu börn og foreldra.Lögreglan

Jósef lætur eftir sig níu börn á aldrinum átta til 31 árs, barnabörn og foreldra.

Jósef lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli í fyrrinótt þegar jarðýta sem hann stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikill hæð.


Tengdar fréttir

Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað

Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu.

Banaslys í malarnámu í Þrengslunum

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×