Mosfellingar hætta við þátttöku

Afturelding tekur ekki þátt í Evrópukeppni.
Afturelding tekur ekki þátt í Evrópukeppni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalið Aftureldingar mun ekki taka þátt í Evrópubikarnum í handbolta eins og til stóð vegna kórónuveirufaraldursins. 

Afturelding átti að leika við Granitas-Karys frá Litháen 14. nóvember og aftur 21. nóvember en Litháíska liðið fer sjálfkrafa áfram í þriðju umferð keppninnar. 

Vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins, sér stjórn handknattleiksdeildar Afturelding sér ekki fært annað en að draga karlalið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta í ár.

Afturelding átti að leika við Granitas-Karys frá Litháen 14. nóv og aftur 21. nóv. Granitas mun því fara sjálfkrafa áfram í 3.umferð keppninnar. Því miður sér stjórn deildarinnar ekki annað í stöðunni og í raun það eina ábyrga að gera í ljósi þess ástands sem ríkir nú um allan heim,“ segir í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Aftureldingar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert