Körfubolti

Baldur: Hrikalega leiðinlegt að tapa svona og sárt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Baldurs Þórs Ragnarssonar og strákanna hans bíður einvígi við Keflavík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Baldurs Þórs Ragnarssonar og strákanna hans bíður einvígi við Keflavík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. vísir/hulda margrét

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ósáttur að hafa ekki náð að vinna Stjörnuna í lokaumferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Stjörnumenn sigruðu, 96-102, eftir framlengingu.

„Það er hrikalega leiðinlegt að tapa svona og sárt,“ sagði Baldur sem var stuttur í svörum eftir leikinn.

Hans menn voru undir bróðurpart leiksins en komust í góða stöðu undir lokin. Það dugði þó ekki til. Stjarnan kreisti fram framlengingu og kláraði leikinn svo þar.

„Mér fannst við að gera vel í þessum leik og hefðum átt að vinna,“ sagði Baldur.

Tapið í kvöld þýðir að Tindastóll endar í 8. sæti og mætir deildarmeisturum Keflavíkur í 1. umferð úrslitakeppninnar.

„Það er áskorun. Þeir eru í 1. sæti en við í því áttunda. Við ætlum að leggja allt í það,“ sagði Baldur.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×