Spenningur fyrir sumarblómum

Aðsóknin í garðyrkjustöðvar er nú þegar mikil.
Aðsóknin í garðyrkjustöðvar er nú þegar mikil. Pétur Magnússon

„Við finnum fyrir spenningi fyrir sumrinu,“ segir Þorvaldur Snorrason, garðyrkjufræðingur og einn af eigendum garðyrkjustöðvarinnar Flóru en landsmenn þurfa þó að bíða ögn lengur eftir að geta sett niður sumarblómin. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun mjög líklega verða næturfrost í nótt en síðan dregur úr líkunum næstu daga. Um helgina mun þó væntanlega aftur fara að frysta.

„Þetta lítur mjög vel út. Það var mjög góð sala á síðasta ári og það stefnir í það sama núna,“ segir Þorvaldur en hann segir þó söluna hafa byrjað fyrr í fyrra útaf næturfrostinu sem er til staðar. „Flest sumarblóm þurfa að bíða þar til að næturfrostið er búið en stjúpan og fjólan ættu að þola þetta,“ segir Þorvaldur og mælir með að annað fái að vera inni yfir nótt.

Þorvaldur segir aðsóknina nú þegar orðna mikla, „það eru allir að bíða eftir að geta keypt allt.“ Hann segir flest allar tegundir venjulega vera komnar í sölu upp úr 20. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert