Ólympíuverðlaunahafi lést í bílslysi

Deon Lendore er látinn, 29 ára að aldri.
Deon Lendore er látinn, 29 ára að aldri. AFP

Deon Lendore, 29 ára gamall hlaupari frá Trínidad og Tóbagó og verðlaunahafi á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lést í bílslysi í Texas í gær.

Lendore var á leið heim eftir að hafa sinnt þjálfun hjá Texas A&M-háskólanum. Hann var í boðhlaupssveit Trínidad og Tóbagó sem fékk bronsverðlaun í 4x400 metra hlaupi á ÓL í London 2012 og keppti líka á leikunum í Ríó 2016 og Tókýó síðasta sumar.

Þá hlaut hann silfur á heimsmeistaramótinu í Peking árið 2015 og brons á heimsmeistaramótinu innanhúss ári síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert