Haukar snéru aftur með látum

Alyesha Lovett átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 23 stig.
Alyesha Lovett átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 23 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alyesah Lovett átti stórleik fyrir Hauka þegar liðið heimsótti Fjölni í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Dalhúsum í kvöld.

Leiknum lauk mep 70:54-sigri Hauka en Lovett gerði sér lítið fyrir og skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Fjölnir tapaði sínum fyrsta leik eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni í haust.

Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 31:28. Hafnfirðingar sigu hægt og rólega fram úr í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur.

Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir 12 stig.

Hjá Fjölni var Ariel Hearn stigahæst með 9 stig en leikmenn Fjölnis náðu sér engan veginn á strik í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða síðan í október en Haukar fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar í 6 stig, líkt og Fjölnir, en bæði lið hafa leikið fjóra leiki.

Gangur leiksins: 1:2, 4:8, 9:10, 11:14, 19:16, 22:25, 26:27, 28:31, 30:37, 31:37, 36:43, 39:47, 41:54, 44:58, 48:66, 54:70.

Fjölnir: Ariel Hearn 9, Sara Carina Vaz Djassi 8/4 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 8, Heiða Hlín Björnsdóttir 8, Ariana Moorer 7/4 fráköst, Lina Pikciuté 5/14 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 4.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Alyesha Lovett 23/9 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/5 fráköst, Lovisa Bjort Henningsdottir 6/5 stolnir, Irena Sól Jónsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 4/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4, Rósa Björk Pétursdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Sigurbaldur Frimannsson, Sveinn Bjornsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert