ÍR dæmt til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR árið 2019.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR árið 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði Gunnari Þorsteinssyni tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna launa.

Sig­urður gerði tveggja ára samn­ing við ÍR fyr­ir síðasta tíma­bil eft­ir stutta dvöl í Frakklandi hjá BC Orchies. Sig­urður sleit hins veg­ar kross­band strax í fyrsta leik og lék ekki meira með liðinu á tíma­bil­inu. Samningi hans var í kjölfarið rift síðasta vor og ákvað félagið að greiða honum ekki þar sem það taldi hann ekki hafa uppfyllt sinn hluta samningsins.

Dómurinn komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að félagið hafi borið áhættuna af því að Sigurður slaðaðist í leik á vegum þess. Lesa má dóminn í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka