Lyf og Heilsa hefur náð samkomulagi um kaup á Apóteki Hafnarfjarðar við Selhellu 13. Samkeppniseftirlitið er nú með viðskiptin til meðferðar en samrunatilkynning vegna kaupanna var skilað inn fyrir tveimur vikum.

Apótek Hafnarfjarðar er í 60% eigu Magnúsar Sigurðssonar og 40% eigu Óskars Eyjólfssonar. Þar reka einnig Apótek Garðabæjar að Litlatúni 3.

Apótek Hafnarfjarðar hagnaðist um 22,2 milljónir króna árið 2021, samkvæmt síðasta ársreikningi. Sala apóteksins nam 367 milljónum árið 2021, sem er 14% aukning frá fyrra ári. Eignir Apóteks Hafnarfjarðar ehf. voru bókfærðar á 71 milljón í árslok 2021 og eigið fé var um 29 milljónir.

Lyf og heilsa rekur um þrjátíu apótek, bæði undir eigin nafni sem og undir merkjum Apótekarans og Garðs Apóteks. Félagið velti 10,3 milljarða króna og hagnaðist um 460 milljónir árið 2021. Eignir félagsins voru bókfærðar á 5,5 milljarða í árslok 2021 og eigið fé var um 2 milljarðar.

Lyf og heilsa er í eigu Faxa ehf., sem er í endanlegri eigu Jóns Hilmars Karlssonar. Lyf og heilsa er næst stærsta apótekskeðja landsins, líkt og sjá má á lista Frjálsrar verlsunar.