Enn ein þrenna Norðmannsins er City fór auðveldlega áfram

Erling Haaland kemur City yfir í leiknum með því að …
Erling Haaland kemur City yfir í leiknum með því að setja boltann í autt markið. AFP/Oli Scarff

Manchester City er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir stórsigur á B-deildarliðinu Burnley, 6:0, í átta liða úrslitum á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld.

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland heldur áfram að raða inn mörkum en hann gerði sína sjöttu þrennu á tímabilinu í leiknum. Þá er þetta í annað sinn í þessari viku sem hann skorar þrjú mörk eða fleiri í sama leiknum en hann skoraði fimm mörk gegn Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni.

Argentínumaðurinn Julián Álvarez skoraði tvívegis fyrir City í leiknum og Englendingurinn ungi, Cole Palmer, skoraði eitt.

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Burnley en staðan var 2:0 þegar hann fór af velli.

City er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið fylgja Englandsmeisturunum þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert