fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Andstæðingar Vals í toppbaráttunni þurfa að hafa miklar áhyggjur ef sagan frá því í fyrra endurtekur sig

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 10:39

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tapaði óvænt gegn ÍA, 2-1, í síðasta leik liðsis í Pepsi Max-deild karla. Þetta er annað tímabilið í röð þar sem Valur tapar gegn Skagamönnum. Á síðustu leiktíð fór liðið á mikið flug í kjölfarið.

Það var í fjórðu umferð í fyrra þar sem Valur tapaði 1-4 á heimavelli gegn ÍA. Í kjölfarið fór fyrrnefnda liðið í gegnum restina af mótinu án þess að tapa leik.

Nánar til tekið sigraði Valur tólf leiki og gerði jafntefli í tveimur. Liðið varð að lokum Íslandsmeistari með yfirburðum. Þess skal getið að keppni var hætt eftir 18 umferðir í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins.

Tap Vals gegn ÍA á dögunum var ansi óvænt. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í leiknum. Það er þó spurning hvort að tapið verði til þess að liðið verði jafn óstöðvandi og raun bara vitni á síðustu leiktíð.

Valur er á toppi deildarinnar með 27 stig, stigi meira en Víkingur og 4 stigum meira en Breiðablik. Síðastnefnda liðið á þó leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tuchel kominn langt í viðræðum við Bayern en setur fram kröfur

Tuchel kominn langt í viðræðum við Bayern en setur fram kröfur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford í stríði við stuðningsmenn United fyrir leik í gær – Sjáðu myndbandið

Rashford í stríði við stuðningsmenn United fyrir leik í gær – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur og Ceferin funduðu í Bangkok – Þetta fór þeirra á milli

Þorvaldur og Ceferin funduðu í Bangkok – Þetta fór þeirra á milli