Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Japan og Króatíu: Tomiyasu kemur inn í liðið
Takehiro Tomiyasu.
Takehiro Tomiyasu.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur dagsins á HM er viðureign Japan og Króatíu. Japanska liðið hefur þegar sigrað Þýskaland og Spán á mótinu en erfiðasta prófraun liðsins til þessa verður gegn kletthörðum Króötum í 16-liða úrslitum.

Varnarmaðurinn Ko Itakura tekur út leikbann hjá Japan og kemur Takehiro Tomiyasu, leikmaður Arsenal, inn í byrjunarliðið en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki til þessa.

Takumi Minamino, leikmaður Mónakó, er áfram á bekknum hjá Japönum.

Brno Sosa er ekki með Króatíu í leiknum og kemur nafni hans, Borna Barisic, inn í liðið. Þá kemur sóknarmaðurinn Bruno Petkovic einnig inn í liðið en hann spilar með Dinamo Zagreb í heimalandinu.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 en sigurliðið mætir annað hvort Brasilíu eða Suður-Kóreu í átta-liða úrslitunum.

Byrjunarlið Japan: Gonda; Taniguchi, Tomiyasu, Yoshida, Nagatomo; Morita, Endo; Ito, Kamada, Doan; Maeda.

Byrjunarlið Króatíu: Livakovic; Juranovic, Gvardiol, Lovren, Barisic; Kovacic, Brozovic, Modric; Kramaric, Petkovic, Perisic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner