Það er von

Erlingur Agnarsson skoraði huggulegt mark í kvöld.
Erlingur Agnarsson skoraði huggulegt mark í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, var ansi ánægður í leikslok í samtali við blaðamann mbl.is eftir góðan 3:0 sigur Víkings á liði HK í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Erlingur átti góðan leik í kvöld en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

„Ég er mjög sáttur, þetta var frábær leikur hjá okkur. Þetta var samt erfitt. Þeir voru djúpir og það var erfitt að brjóta þá niður en svo náum við þessu marki í fyrri hálfleik sem var ansi mikilvægt. Við byrjum frekar illa í seinni hálfleik en aftur skorum við og það var held ég gegn gangi leiksins á þeim tímapunkti og eftir það var þetta total control hjá okkur. Þeir þurftu að stíga ofar á völlinn eftir annað markið okkar og þá opnaðist allt fyrir okkur.“

Hvernig var að spila fyrir fram stuðningsmenn Víkings í dag. Þeir voru svakalega flottir í stúkunni

„Þeir voru geggjaðir. Þetta er allt annað líf að hafa svona stuðning í stúkunni. Gerir leikinn tíu sinnum skemmtilegri. Það er alveg ljóst.“

En hvernig líður ykkur núna? Komnir á toppinn. Hvernig lýst þér á framhaldið?

„Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vonast eftir því að Blikar tapi einhverjum leik en eins og þeir eru að spila er það ólíklegt. Ég tel það allavega ólíklegt. En það er von. Við verðum að klára okkar og sjáum svo til hvað aðrir gera,“ sagði Erlingur að lokum við blaðamann mbl.is eftir sigurleikinn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert