Handbolti

Tomas Svensson hættur hjá HSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomas Svensson, lengst til vinstri, hefur lokið störfum fyrir HSÍ.
Tomas Svensson, lengst til vinstri, hefur lokið störfum fyrir HSÍ. vísir/andri marinó

Tomas Svensson er hættur sem markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta.

Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að Tomas hafi óskað eftir því að láta af störfum og HSÍ hafi orðið við ósk hans. Tomas er kominn með nýtt starf, sem markvarðaþjálfari sænska landsliðsins. Hann tekur við því starfi af Mats Olsson.

„Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að starfa fyrir HSÍ og íslenska landsliðið. Ég á eftir að sakna samstarfsins við Guðmund, strákanna í landsliðinu, starfsfólk landsliðsins og HSÍ,“ er haft eftir Tomasi í tilkynningunni frá HSÍ.

Tomas hóf störf hjá HSÍ þegar Guðmundur Guðmundsson tók í þriðja sinn við íslenska landsliðinu í febrúar 2018. Hann fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót, HM 2019 og 2021 og EM 2020.

Tomas Svensson hefur óskað eftir því að láta af störfum sínum með A landsliði karla og hefur HSÍ orðið við ósk hans....

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Thursday, March 4, 2021

Tomas var einn besti markvörður heims á sínum tíma. Hann varð tvisvar sinnum heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari með sænska landsliðinu auk þess að vinna til þrennra silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Þá vann Tomas Meistaradeild Evrópu sex ár í röð, þar af fimm sinnum með Barcelona.

Tomas starfaði áður með Guðmundi hjá Rhein-Neckar Löwen og danska landsliðinu. Undir þeirra stjórn urðu Danir Ólympíumeistarar 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×