fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
433Sport

Leikmanni Brentford líkt við Didier Drogba

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 20. september 2021 20:05

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney, framherja Brentford var líkt við Didier Drogba eftir sigur liðisins gegn Wolves um síðustu helgi.

Toney skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Bryan Mbeumo í 2-0 sigri Brentford. Hann hefði getað skorað fleiri en tvö mörk voru dæmd af honum.

Toney skoraði 33 mörk fyrir Brentford í Championship deildinni í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp um deild eftir sigur í umspilinu.

Brentford hefur farið vel af stað í ár og hefur meðal annars unnið sigra á Arsenal og Wolves án þess að fá á sig mark. Christian Norgaard, liðsfélagi Toney, sagði að Englendingnum hefði verið líkt við Didier Drogba eftir leik.

Didier Drogba er þekktur sem einn besti framherji Evrópu og vann fjölmarga titla með Chelsea á sínum tíma.

Mér fannst Bryan og Ivan standa sig frábærlega og þeir vinna vel saman. Ég heyrði einhvern í búningsklefanum líkja Ivan við Didier Drogba. 

Mér fannst hann líta svipaður út og hann – hvernig hann heldur boltanum, fyrsta snertingin og sendingarnar hans. Hann vann allt í loftinu og er flottur leikmaður.

Toney vann fleiri einvígi og fleiri skallabolta en nokkur annar leikmaður á vellinum og stóð sig vel í að halda boltanum eftir að Brentford urðu manni færri.

„Nú höfum við sýnt það að við hræðumst engan. Mótstæðingar okkar hafa kannski hugsað: Þið eruð ekki í Championship deildinni lengur.

Þeir sýndu okkur í raun óvirðingu. Ég held að nokkur lið vanmeti okkur en við spilum bara og vinnum okkar vinnu. Við óttumst engan,“ sagði Toney eftir leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal bætti 20 ára gamalt met í gær

Arsenal bætti 20 ára gamalt met í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United hættir aftur við lokahófið en fær yfir sig holskeflu af gagnrýni í kjölfarið

Manchester United hættir aftur við lokahófið en fær yfir sig holskeflu af gagnrýni í kjölfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu sláandi myndbönd frá Old Trafford í gær – Allt míglak og aðbúnaður áhorfenda skelfilegur

Sjáðu sláandi myndbönd frá Old Trafford í gær – Allt míglak og aðbúnaður áhorfenda skelfilegur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar það sem af er – Pétur langefstur á listanum

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar það sem af er – Pétur langefstur á listanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Á sömu sýningu skömmu eftir að allt fór í háaloft

Á sömu sýningu skömmu eftir að allt fór í háaloft
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjög óvænt nafn orðað við risaskipti til Þýskalands – Kom í úrvalsdeildina í janúar

Mjög óvænt nafn orðað við risaskipti til Þýskalands – Kom í úrvalsdeildina í janúar
433Sport
Í gær

Maðurinn umdeildi tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn: Svaf hjá samstarfsmanni og er giftur – ,,Ég er enginn glæpamaður“

Maðurinn umdeildi tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn: Svaf hjá samstarfsmanni og er giftur – ,,Ég er enginn glæpamaður“
433Sport
Í gær

,,Casemiro verður hér á næstu leiktíð“

,,Casemiro verður hér á næstu leiktíð“