Doncic og félagar unnu toppliðið

Luka Doncic átti enn einn stórleikinn.
Luka Doncic átti enn einn stórleikinn. AFP/Rob Carr

Dallas Mavericks vann óvæntan 130:111-heimasigur á Phoenix Suns, toppliði Vesturdeildarinnar, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eftir fimm töp í sex leikjum hefur Dallas nú unnið þrjá af síðustu fjórum.

Að vanda var Luka Doncic atkvæðamestur hjá Dallas, en hann skoraði 33 stig og gaf átta stoðsendingar. Dallas er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Phoenix er enn í toppsætinu, þrátt fyrir tapið.

Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar, vann 116:110-útisigur á Toronto Raptors. Jayson Tatum heldur áfram að spila vel á leiktíðinni og hann var stigahæstur með 31 stig og tók hann 12 fráköst sömuleiðis. Pascal Siakam skoraði 29 fyrir Toronto.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee eru enn þá í öðru sæti Austurdeildarinnar eftir 109:102-útisigur á Orlando. Gríska undrið skoraði 34 stig og tók 13 fráköst fyrir Milwaukee.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Charlotte Hornets – Los Angeles Clippers 117:119
Orlando Magic – Milwaukee Bucks 102:109
Atlanta Hawks – Oklahoma City Thunder 114:121
Toronto Raptors – Boston Celtics 110:116
Houston Rockets – Philadelphia 76ers 132:123
Memphis Grizzlies – Miami Heat 101:93
Dallas Mavericks – Phoenix Suns 130:111
Golden State Warriors – Indiana Pacers 104:112

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert